Ítalir við húsarústir eftir jarðskjálfta.
Ítalir við húsarústir eftir jarðskjálfta.
ÞÝSKA endurtryggingafélagið Munich Re segir að mun minna manntjón hafi orðið af völdum náttúruhamfara á árinu sem er að líða en að jafnaði á fyrsta áratug aldarinnar.

ÞÝSKA endurtryggingafélagið Munich Re segir að mun minna manntjón hafi orðið af völdum náttúruhamfara á árinu sem er að líða en að jafnaði á fyrsta áratug aldarinnar.

Munich Re segir að kostnaður tryggingafélaga vegna náttúruhamfara hafi verið miklu minni á árinu en í fyrra, meðal annars vegna þess að fellibyljir á Norður-Atlantshafi hafi ekki orðið öflugir í ár.

Félagið áætlar að um 10 þúsund manns hafi látið lífið af völdum náttúruhamfara í ár en um 75 þúsund að jafnaði undanfarin 10 ár.

Heildartjón af völdum náttúruhamfara er metið á 50 milljarða dala en þar af var kostnaður tryggingafélaga 20 milljarðar dala. Á síðasta ári var áætlað tjón af völdum náttúruhamfara 200 milljarðar dala og tryggingabætur 50 milljarðar dala, en það var eitt af verstu hamfaraárum sögunnar.