30. desember 1883 Kirkjuhljómleikar, þeir fyrstu hér á landi, voru haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík, við mikla aðsókn. Um var að ræða samsöng karla og kvenna, einsöng og einleik á orgel og horn. 30.

30. desember 1883

Kirkjuhljómleikar, þeir fyrstu hér á landi, voru haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík, við mikla aðsókn. Um var að ræða samsöng karla og kvenna, einsöng og einleik á orgel og horn.

30. desember 1887

Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem þá var 31 árs, flutti fyrirlestur í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík um kjör og réttindi kvenna. „Þetta er í fyrsta sinn sem kvenmaður hér á landi heldur opinberan fyrirlestur,“ sagði í Fjallkonunni. „Munu fæstir hafa búist við jafn góðri frammistöðu af sjálfmenntuðum kvenmanni,“ sagði í Ísafold.

30. desember 1935

Níu manns fórust er eldur kom upp á jólatrésskemmtun í samkomuhúsi ungmennafélagsins í Keflavík. Húsið brann á hálfri klukkustund. Um 190 manns komust út, þar af nokkrir slasaðir. „Hryllilegur stórbruni,“ sagði Morgunblaðið. Þetta var sagt mesta manntjón í eldsvoða á síðari árum.

30. desember 1980

Landflótta Frakka, Patrick Gervasoni, var vísað úr landi eftir miklar deilur.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.