Kynfræðingurinn Dr. Yvonne Kristín Fulbright
Kynfræðingurinn Dr. Yvonne Kristín Fulbright
Nú þegar árið 2010 er rétt handan við hornið er tími til að fara að huga að áramótaheitunum, en í þetta sinn skulu þau vera með smákryddi. Láttu nýja árið snúast um sambandið þitt.

Nú þegar árið 2010 er rétt handan við hornið er tími til að fara að huga að áramótaheitunum, en í þetta sinn skulu þau vera með smákryddi. Láttu nýja árið snúast um sambandið þitt. Ekki aðeins verður auðvelt og skemmtilegt að reyna að ná markmiðunum í kynlífinu heldur mun það bæta þig og gera þig að nýrri manneskju á nýju ári. Með því að strengja einhver eða öll eftirtalinna heita getur þú skemmt þér betur, aukið ánægjuna í sambandinu og styrkt það til muna.

Vertu hvatvísari . Jafnvel þótt þú hafir ekki löngun í kynlíf, reyndu að kalla hana fram. Það er t.d. hægt að gera með nautnafullum snertingum, eiga frumkvæði að nýjum kynlífsstellingum eða eiga óvænta einkastund með makanum.

Búðu til kynlífsáætlun . Náðu þér í nokkrar kynlífsbækur eftir vel metna sérfræðinga. Punktaðu hjá þér þær kynlífsstellingar og -athafnir sem þér líst vel á og skipulegðu nokkurs konar æfingaáætlun fyrir kynlífið.

Klæmist hvort við annað . Hugsaðu út fyrir rammann þegar kemur að því að tala dálítið dónalega. Reyndu að vera dálítið frumlegur enda er hægt að fá innblástur víða.

Gerðu eitthvað sem þú myndir aldrei gera í bólinu . Þér þarf ekki endilega að hugnast það en prufaðu það – carpe diem. Svo geturðu notið þess einfaldlega að hafa reynt og prufað eitthvað nýtt.

Njótið ásta í hverju herbergi . Þó að áramótaheit flestra miði að því að eyða minni tíma í sófanum, getið þið notað hann við að byrja að efna þetta heit. Setjið það markmið að elskast annars staðar en í rúminu og prufið önnur herbergi í húsinu til tilbreytingar.

Leystu frá skjóðunni . Það er erfitt fyrir makann að uppfylla þarfir þínar ef hann veit ekki hverjar þær eru. Láttu 2010 vera árið þar sem þú ert hreinskilin(n) um hvað kemur þér til og hvað þarf til að fullnægja þér.

Láttu athuga heilsuna...þarna niðri . Pantaðu tíma í allar árlegu skoðanirnar, t.d. krabbameinsskoðun. Láttu athuga hvort þú sért með einhverja kynsjúkdóma og birgðu þig upp af getnaðarvörnum til að koma í veg fyrir óundirbúna þungun.

Lærðu nýja brellu . Reyndu að læra nýtt bragð í bólinu til að bæta á afrekaskrána en hafðu í huga að suma tækni getur tekið langan tíma að fullkomna, t.d. að endast lengur í rúminu. Prufaðu einhver af þeim kynlífsráðum sem reglulega er fjallað um í fjölmiðlum. Þú hefur engu að tapa.

Verðið „þetta“ par . Verið parið sem er alltaf ofan í hvort öðru og sendir frá sér smitandi kynorku. Leggið einu sinni í viku af stað í kynlífsævintýri og það er bannað að skrópa. Verið öfunduð af erótíkinni í stað þess að öfunda aðra.

Horfðu fram á við . Ef þú syrgir gamalt samband hættu því. Þú getur ekki tekið framtíðinni opnum örmum ef þú ert föst/fastur í fortíðinni. Hugsaðu fram á við og vertu opin(n) fyrir því sem árið 2010 hefur upp á að bjóða, sem gæti verið betra og meira spennandi en nokkuð sem þú hefur upplifað hingað til.

Skoðaðu heildarmyndina . Hafðu í huga að önnur áramótaheiti bæta líka kynlífið, t.d. að grennast og komast í gott form og hætta að reykja. Þegar þú áttar þig á hversu góð áhrif það hefur á kynlífið að efna þessi heit hvetur það þig til að halda áfram á réttri braut.

Njóttu fyrirhafnarinnar! Ekki verða of upptekin(n) af því að ná markmiðunum í kynlífinu heldur njóttu þess að reyna það!