ELEKTRA Ensemble heldur tónleika á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20, en það eru lokatónleikar hópsins sem tónlistarhóps Reykjavíkur 2009. Um efnisskránna leika franskir straumar með verkum eftir Saint-Saëns, Debussy og Fauré o.fl.
ELEKTRA Ensemble heldur tónleika á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20, en það eru lokatónleikar hópsins sem tónlistarhóps Reykjavíkur 2009. Um efnisskránna leika franskir straumar með verkum eftir Saint-Saëns, Debussy og Fauré o.fl. Tónlistarkonurnar fimm í Elektru eru Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Helga Björg Arnardóttir klarínettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. Allar eru þær hámenntaðar í tónlist og hafa m.a. hver um sig leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands.