GREINING Íslandsbanka segir að fyrsti þriðjungur ársins hafi einkennst af miklum sveiflum á gengi krónunnar. Hún hafi styrkst um 20% gagnvart evru í byrjun ársins og í byrjun mars var gengi evrunnar 142 krónur.
GREINING Íslandsbanka segir að fyrsti þriðjungur ársins hafi einkennst af miklum sveiflum á gengi krónunnar. Hún hafi styrkst um 20% gagnvart evru í byrjun ársins og í byrjun mars var gengi evrunnar 142 krónur. Þá hafi farið að síga á ógæfuhliðina og mánuði síðar hafi evran verið komin í 168 krónur. Hún er nú 181 króna.
„Ein helsta ástæða þessara miklu sveiflna teljum við að hafi verið stefnuleysi í inngripum Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka í gær.