<strong>1</strong>
1
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
1 Milos Forman . Kvikmyndaleikstjórinn heimsþekkti kom á kvikmyndahátíð, veitti fjölda viðtala, var viðstaddur sýningu á Gaukshreiðrinu og sló á létta strengi.

2 Mel Gibson . Spilaði golf en var víst líka að skoða mögulega tökustaði fyrir víkingamynd.

1 Milos Forman . Kvikmyndaleikstjórinn heimsþekkti kom á kvikmyndahátíð, veitti fjölda viðtala, var viðstaddur sýningu á Gaukshreiðrinu og sló á létta strengi.

2 Mel Gibson . Spilaði golf en var víst líka að skoða mögulega tökustaði fyrir víkingamynd. Nú verður bitið í skjaldarrendur!

3 Damien Rice. Írinn raddfagri sneri aftur, spilaði og söng, gróðursetti með leikskólabörnum og kenndi Íslendingum að vernda náttúruna og móður jörð.

4 Ian Anderson . Safnaði peningum fyrir nauðstadda með tónleikahaldi og bað Dísu Jakobsdóttur um að hita upp fyrir sig. Heill sé meistaranum.

5 Eva Joly . Joly, Joly, Joly, Jolyyyyyyyy (ætli Dolly Parton sé til í að breyta textanum við „Joline“?)

6 Yoko Ono . Hún fær bara ekki nóg af landi og þjóð og Friðarsúlan er falleg í skammdegismyrkrinu.

7 Daniel Brühl . Þýska kvikmyndastjarnan lék í Kóngavegi 7 og lét fögur orð falla um land og þjóð. Hjörtu ungmeyja slógu hraðar.

8 Færeyingar . Frændur vorir. Hafa reynst öllum nágrönnum betri í kreppunni.

9 Vladimir Ashkenazy . Fyrir að tala vel um tónlistarhúsið. Takk, takk, takk.

10 John Travolta . Leikarinn og flugmaðurinn dáði er alltaf að millilenda á Íslandi, gerði það síðast í október og sögur herma að hann hafi pantað sér nudd um miðja nótt.