Stilling og vanstilling. Norður &spade;G963 &heart;D4 ⋄D84 &klubs;9873 Vestur Austur &spade;4 &spade;D1052 &heart;9876 &heart;KG103 ⋄G95 ⋄ÁK102 &klubs;G6542 &klubs;10 Suður &spade;ÁK87 &heart;Á52 ⋄763 &klubs;ÁKD Suður spilar...

Stilling og vanstilling.

Norður
G963
D4
D84
9873
Vestur Austur
4 D1052
9876 KG103
G95 ÁK102
G6542 10
Suður
ÁK87
Á52
763
ÁKD
Suður spilar 4.

„Þögn er dyggð,“ hugsaði austur, ánægður með sjálfan sig. Hann hafði látið á móti sér að dobla 4 og taldi víst að spilið færi niður. Út kom 9, sagnhafi stakk upp D og dúkkaði kónginn. Austur tók bókina með Á-K, spilaði G og hallaði sér aftur í sætinu – bjóst við að uppskera 1-2 slagi á tromp fyrir stillingu sína í sögnum.

Það fór á annan veg. Sagnhafi drap á Á, spilaði svo óvænt tígli á drottningu og G úr borði. Drap drottningu austurs, trompaði hjarta og svínaði fyrir spaðatíuna. Unnið spil. Hvað kom til? Jú, því sem austur þagði yfir í sögnum kjaftaði hann frá í vörninni. Sagnhafi velti einfaldlega fyrir sér hví austri lá svona lífið á að taka tígulslagina? Og svarið blasti við.