Trompetería
Trompetería
SÍÐUSTU tónleikar ársins hér á Íslandi verða í Hallgrímskirkju á morgun, gamlársdag, kl. 17. Það er í sautjánda sinn og að hefð að trompetleikararnir Ásgeir H.
SÍÐUSTU tónleikar ársins hér á Íslandi verða í Hallgrímskirkju á morgun, gamlársdag, kl. 17. Það er í sautjánda sinn og að hefð að trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson og Hörður Áskelsson organisti kveðja þar gamla árið og fagna því nýja með lúðraþyt og organleik. Þeir leika tvær sónatínur eftir Johann Pezel, Konsert fyrir tvo trompeta og orgel eftir Joahnn Melcior Molter, Adagio eftir Giazotto og Albinoni og Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach. Fyrsta verk tónleikanna er nýtt, Giubilante, eftir Áskel Másson. Forsala miða er í Hallgrímskirkju.