<strong>1</strong>
1
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
1 Gillzenegger og Ásdís Rán . Tönuð í drasl og köttuð í hel og snillingar í að vekja á sér athygli.

2 Grýla og Leppalúði .

1 Gillzenegger og Ásdís Rán . Tönuð í drasl og köttuð í hel og snillingar í að vekja á sér athygli.

2 Grýla og Leppalúði . Íslendingar ættu að geta fundið til samkenndar með þeim ágætu hjónum, þau kúldrast skítblönk í helli sínum tötrum klædd með glás af óþekkum krökkum. Ástin heldur á þeim hita í harðærinu, þau eru alltaf jafnskotin hvort í öðru þrátt fyrir aldalanga kreppu.

3 Eva María Jónsdóttir og nýr kærasti hennar Sigurpáll Scheving . Eva sagði frá sambandinu á Fésbókinni og skúbbaði Séð og heyrt. Hí á Séð og heyrt!

4 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Glæsilegt par með mikla íþróttahæfileika.

5 Ólafur Ragnar Hannesson og Þröstur Hjörtur í Fangavaktinni . Innilegra samband hefur vart sést á sjónvarpsskjánum.

6 Þeir sem náðu saman á Facebook, sérstaklega þeir sem kynntust með Facebook-poti. Ooooo, sætt.

7 Ólafur og Dorrit . Forsetinn datt enn og aftur af hestbaki og Dorrit hjúkraði honum. Fastagestir á paralista ársins.

8 Friðrik Ómar og Jógvan Hansen . Sætasta söngpar landsins og með flottasta hárið.

9 Elle McPherson og Guy Ritchie . Hvað gerir breski töffarinn, nýskilinn við kyntáknið Madonnu. Jú, nælir í ofurskutluna Elle McPherson. Hver er pikköpplínan, Guy?

10 Beyonce og Jay-Z . Fallegt og hæfileikaríkt ofurpar í bandaríska tónlistarbransanum, metsölulistamenn bæði tvö en þó hógvær og lítið fyrir að flíka einkalífi sínu í fjölmiðlum. „Respeeeect“ eins og sagt er þar vestra.