SPRENGIEFNIÐ sem Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab faldi í nærfötum sínum var nógu öflugt til að sprengja gat á farþegaþotuna ef honum hefði tekist að koma af stað sprengingu, að sögn bandaríska dagblaðsins The Washington Post í gær.

SPRENGIEFNIÐ sem Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab faldi í nærfötum sínum var nógu öflugt til að sprengja gat á farþegaþotuna ef honum hefði tekist að koma af stað sprengingu, að sögn bandaríska dagblaðsins The Washington Post í gær.

Blaðið hafði eftir embættismönnum bandarísku alríkislögreglunnar FBI að hún væri enn að rannsaka sprautu sem maðurinn hugðist nota til að koma af stað sprengingu. Hermt var að maðurinn hefði falið um 80 grömm af sprengiefninu PETN í nærbuxum sínum, nær helmingi meira en „skósprengjumaðurinn“ Richard Reid, sem notaði samskonar sprengiefni þegar hann reyndi að að sprengja bandaríska farþegaþotu í loft upp með sprengju sem fannst í skó hans fyrir átta árum.