[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
1 Ísland og Noregur gerðu jafntefli, 1:1, í hörkuleik í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli 5. september, en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn. Hver skoraði mark Íslands?

1 Ísland og Noregur gerðu jafntefli, 1:1, í hörkuleik í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli 5. september, en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn.

Hver skoraði mark Íslands?

*a) Eiður Smári Guðjohnsen

*b) Heiðar Helguson

*c) Veigar Páll Gunnarsson

*d) Emil Hallfreðsson

2 Íraskur blaðamaður fékk þriggja ára fangelsisdóm í mars fyrir að móðga George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2008.

Hvað gerði maðurinn af sér?

* a) Sneri berum afturendanum að Bush í þingsal

*b) Fleygði skónum sínum að Bush

*c) Sagði í blaðagrein að Bush væri liðónýtur kúreki

*d) Nefndi grís í höfuðið á Bush

3 Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, Fúría, setti upp leikrit sem olli deilum.

Hvað hét það?

*a) Pínku píkuleikrit

*b) Karlaskammir

*c) Kvenhetjur

*d) Fallið

4 Hver sendi frá sér mannasiðabók fyrir jólin?

*a) Geir Ólafsson

*b) Bergþór Pálsson

* c) Egill, Gillzenegger, Einarsson

*d) Páll Óskar Hjálmtýsson

5 Íslensku knattspyrnumennirnir Gunnleifur Gunnleifsson, Guðmundur Steinarsson og Stefán Þór Þórðarson léku fyrri hluta ársins með Vaduz í svissnesku A-deildinni.

Vaduz er samt ekki frá Sviss en frá hvaða landi er félagið?

*a) Þýskalandi

*b) Austurríki

*c) Liechtenstein

*d) Ítalíu

6 Bandaríski poppsöngvarinn Michael Jackson dó í júní, að sögn vegna hjartaáfalls.

Hvað varð hann gamall?

*a) 50 ára

*b) 39 ára

*c) 45 ára

*d) 40 ára

7 Mikilvæg stofnun lokaði útibúi sínu í Flatey á Breiðafirði í sparnaðarskyni.

Hvaða stofnun?

*a) Glitnir

*b) Embætti ríkisskattstjóra

*c) Bifreiðaeftirlitið

*d) Íslandspóstur

8 16 ára stelpa sendi frá sér skáldsöguna Galdrasteinn fyrir jólin.

Hvað heitir rithöfundurinn ungi?

*a) Hanna Birna Halldórsdóttir

*b) Harpa Dís Hákonardóttir

*c) Dís Hannesdóttir

*d) Viktoría Mjöll Aronsdóttir

9 Samtök íslenskra tölvuleikjaframleiðenda voru stofnuð á árinu og bera enskt heiti.

Hvert er heiti samtakanna?

*a) Icelandic Game Companies

*b) Icelandic Computer Games

* c) Association of Icelandic Gaming

*d) Icelandic Gaming Industry

10 Þrír íslenskir landsliðsmenn spila með einu af sterkustu handboltaliðum Þýskalands.

Hvaða lið er það?

*a) Kiel

*b) Lemgo

*c) Gummersbach

*d) Rhein-Neckar Löwen

11 Ákveðið var í desember að fjölga um 30.000 manns í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.

Hvað heitir öflugasta uppreisnarhreyfingin í Afganistan?

*a) Talíbanar

*b) Tamíl-tígrar

*c) Mongólar

*d) Úsbekar

12 Erlent fyrirtæki keypti á árinu stóran hlut í HS Orku.

Hvað heitir það?

*a) Multinational United

*b) Magma Energy

*c) Venture Industries

*d) Umbrella Corporation

13 Pascal Pinon er:

*a) Bíómynd

*b) Hljómsveit

*c) Jógúrttegund

*d) Snyrtivörulína

14 Merki skyndibitakeðjunnar McDonald's hvarf héðan af landi á árinu.

Hvað vörumerki tók við?

*a) Metro

*b) Motor

*c) Marco

*d) Polo

15 Guðmundur E. Stephensen varð Íslandsmeistari karla í borðtennis 16. árið í röð. Hann samdi seint á árinu við sænskt úrvalsdeildarlið.

Hvað heitir það?

*a) Warta

*b) Djurgården

*c) Malmö

*d) Eslövs

16 Kolkrabbar í Asíu reyndust vera þróaðri en menn höfðu talið og birtust af þeim myndir í desember sem sönnuðu það.

Hvaða snilld sýndu þeir?

* a) Stálu mat úr lest frystitogara

*b) Drápu hákarl með því að troða grjóti í tálknopin

*c) Gerðu sér skýli úr kókoshnetuskurn

*d) Ræktuðu ýsuseiði í ryðguðu fuglabúri á hafsbotni

17 Sagt var í sumar frá óvenjulegum gæludýrum skálavarða í Langadal í Þórsmörk.

Hvaða dýrum?

*a) Risakóngulóm

*b) Minkum

*c) Yrðlingum

*d) Moskusuxum

18 Hvaða hljómsveit vann Músíktilraunir í ár?

*a) Spelkur

*b) Agent Fresco

*c) Greifarnir

*d) Bróðir Svartúlfs

19 Hvað mun íslenska ríkið eiga stóran hlut í Nýja Landsbankanum eftir endurskipulagningu?

*a) 60%

*b) 70%

*c) 80%

*d) 93%

20 Íslenskur knattspyrnumaður lék á árinu sinn 300. leik í ensku úrvalsdeildinni.

Hver er það?

*a) Grétar Rafn Steinsson

*b) Hermann Hreiðarsson

*c) Ívar Ingimarsson

*d) Brynjar Björn Gunnarsson

21 Ný farþegaþota Boeing-verksmiðjanna í Bandaríkjunum fór í sitt fyrsta reynsluflug í desember.

Hvað heitir vélin?

*a) Darthvader

*b) Skymaster

*c) Airbuster

*d) Dreamliner

22 Jón Gunnar Benjamínsson fór í langferð á fjórhjóli frá Mývatni yfir hálendið suður til Þingvalla og loks til Reykjavíkur.

Hvað var það í fari Jóns sem vakti einkum athygli fjölmiðla?

* a) Hann er 228 cm á hæð

*b) Hann klæddist eingöngu sundskýlu alla ferðina

* c) Hann er lamaður fyrir neðan mitti

*d) Hann villtist aldrei í ferðinni

23 Hvað heitir nýjasta plata Hjaltalín?

*a) Högni

*b) Suitcase Man

*c) Terminal

*d) Þú komst við hjartað í mér

24 Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður slasaðist illa í baki í október 2009, rétt áður en hann átti að hefja tímabilið með nýju liði á Spáni. Honum tókst að vinna bug á meiðslunum á mettíma og spilaði fyrsta leikinn með liðinu í desember.

Hvað heitir það?

*a) Estudiantes

*b) Barcelona

*c) Granada

*d) Málaga

25 Íbúar í Evrópulandi ákváðu í nóvember að banna múslímum í landinu að reisa fleiri bænaturna, öðru nafni mínarettur, við moskur sínar.

Hvaða Evrópulandi?

*a) Svíþjóð

*b) Sviss

*c) Slóveníu

*d) Hollandi

26 Íslenskt áhugamannafélag um eldflaugar skaut upp flaug sem gæti náð allt að þriggja km hæð.

Eldsneytið var blanda tveggja efna, annað var saltpétur en hvað var hitt?

*a) Brennisteinn

*b) Sykur

*c) Mjólk

*d) Þvag

27 Íslenskur myndlistar- og tónlistarmaður var fulltrúi þjóðarinnar á Feneyjatvíæringnum og málaði þar nýja mynd af sama manninum á hverjum degi í hálft ár.

Listamaðurinn heitir:

*a) Sverrir Stormsker

*b) Gylfi Ægisson

*c) Stefán Hilmarsson

*d) Ragnar Kjartansson

28 Íslensk handknattleikskona gekk til liðs við norskt úrvalsdeildarlið í nóvember 2009.

Hver er það?

*a) Rakel Dögg Bragadóttir

*b) Rut Jónsdóttir

*c) Anna Úrsúla Guðmundsdóttir

*d) Hrafnhildur Skúladóttir

29 Margir urðu hræddir í desember um að ný heimskreppa væri að skella á þegar Dúbaí varð að fresta afborgunum að 26 þúsund milljón dollara láni um hálft ár.

Hvar er Dúbaíi?

*a) Við Persaflóa

*b) Við Gulahaf

*c) Á Karíbahafi

*d) Á Suður-Kyrrahafi

30 „Allir voru rauðir í framan af reiði vegna afskiptasemi Fjármálaeftirlitsins,“ sagði lögfræðingur hjá FME um reynslu sína fyrir hrunið.

Hverjum var hún að lýsa?

*a) Ráðamönnum Seðlabankans

*b) Ráðherrum í ríkisstjórninni

* c) Yfirmönnum og lögfræðingum Seðlabanka Evrópu

*d) Yfirmönnum og lögfræðingum íslensku bankanna

31 Á dögunum kom út ævisaga íslensks rithöfundar sem var drepinn á heimili sínu í Reykholti árið 1241.

Rithöfundurinn hét:

*a) Ásta Sigurðardóttir

*b) Snorri Sturluson

*c) Halldór Laxness

*d) Huldar Breiðfjörð

32 Hver varð Íslandsmeistari kvenna í badminton árið 2009?

*a) Ragna Ingólfsdóttir

*b) Tinna Helgadóttir

*c) Snjólaug Jóhannsdóttir

*d) Brynja Pétursdóttir

33 Þess var minnst í júlí að 40 ár voru frá því að maður steig fyrst fæti sínum á tunglið.

Hvað heitir hann?

*a) Júrí Gagarín

*b) Gary Sinise

*c) Edwin Aldrin

*d) Neil Armstrong

34 Safnað var í Reykjavík fyrir grip sem lengi var í uppáhaldi hjá börnum sem sóttu Vesturbæjarlaugina en var fjarlægður 1985.

Hvaða grip?

*a) Tömdum svani

*b) Fiskabúri

*c) Gúmmíbáti

*d) Háþrýstislöngu

35 Þekktur skopmyndateiknari gaf út bókina 1001 Okkur fyrir jólin. Bókin geymir 1001 teikningu eftir hann.

Hvað heitir þessi teiknari?

*a) Hugleikur Dagsson

*b) Halldór Baldursson

*c) Hallgrímur Helgason

*d) Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

36 Íslensk frjálsíþróttakona var á góðri leið með að verða Evrópumeistari unglinga í júlí 2009 þegar hún meiddist og varð að hætta keppni.

Hver var það?

* a) Ásdís Hjálmsdóttir

*b) Jóhanna Ingadóttir

*c) Hafdís Sigurðardóttir

*d) Helga Margrét Þorsteinsdóttir

37 Barack Obama tók við embætti forseta í Bandaríkjunum í janúar.

Frá hvað landi var faðir hans?

*a) Gana

*b) Kenýa

*c) Indlandi

*d) Bandaríkjunum

38 Eldur varð laus í Höfða í Reykjavík og tók borgarstjórinn þátt í því að bjarga verðmætum munum úr húsinu.

Hvað heitir borgarstjórinn?

*a) Dagur B. Eggertsson

*b) Ólafur F. Magnússon

*c) Hanna Birna Kristjánsdóttir

*d) Bríet Bjarnhéðinsdóttir

39 Vinsæl gamanmynd var sýnd í bíó á árinu sem segir af steggjateiti sem fer gjörsamlega úr böndunum.

Hvað heitir myndin?

*a) The Timbermen

*b) The Hangover

*c) The Trip to Las Vegas

*d) The Blunder

41 Nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð var boðið upp á morgunverð sem talið var að gæti dregið úr morgunsleni.

Hvaða rétt?

*a) Koníakslegin svínarif

*b) Kæstan hákarl

*c) Hafragraut

*d) Þrumara

Verðlaun

1. Þvílík vika eftir Guðmund Brynjólfsson (útgefandi Forlagið)

2. Þjófadrengurinn Lee Raven eftir Zizou Corder (útgefandi Bjartur)

3. Nýtt tungl eftir Stephenie Meyer (útgefandi Forlagið)

Svör sendist í Hádegismóa 2, 110 Reykjavík, merkt Morgunblaðið, Unglingagetraun. Skilafrestur til 11. janúar 2010

Nafn:.........................................................................

Aldur.........................................................................

Heimili:......................................................................

Staður........................................................................

Sími...........................................................................