Guðrún Gunnarsdóttir fæddist á Reykjum í Fnjóskadal 4. ágúst 1916. Hún lést á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 7. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Jónatansson bóndi á Reykjum, f. 1876, d. 1965, og kona hans Þóra Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1889, d. 1951. Systkini Guðrúnar eru Tryggvi iðnverkamaður, f. 1920 og Guðmundur bóndi, f. 1924, d. 2008, maki Pálína Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1924.

Árið 1957 giftist Guðrún Steingrími Davíðssyni iðnverkamanni, f. 1913, d. 1988. Foreldrar hans voru Davíð Jónatansson, f. 1866, d. 1944, og Guðrún Halldórsdóttir, f. 1867, d. 1943.

Guðrún ólst upp á Reykjum. Hún stundaði nám við Kvennaskólann að Laugum. Árið 1951 tóku systkinin þrjú við búinu á Reykjum af foreldrum sínum og stóð sú samvinna til ársins 1958. Þá fluttist Guðrún ásamt manni sínum til Akureyrar og byggðu þau sér hús í Ásabyggð 15. Starfaði Guðrún eftir það allan sinn starfsaldur á verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum. Guðrún fluttist árið 2003 til Húsavíkur og keypti sér þjónustuíbúð á Dvalarheimilinu Hvammi, en frá 2006 dvaldist hún á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu á Húsavík.

Útför Guðrúnar fór fram frá Illugastaðakirkju í Fnjóskadal 16. desember 2009.

mbl.is/minningar