[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
1 Að venju voru Íslensku barnabókaverðlaunin veitt í haust og hlaut Guðmundur Brynjólfsson þau í ár fyrir bók sína: * a) Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi) * b) Ef þú bara vissir ...

1 Að venju voru Íslensku barnabókaverðlaunin veitt í haust og hlaut Guðmundur Brynjólfsson þau í ár fyrir bók sína:

* a) Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi)

* b) Ef þú bara vissir ...

* c) Núll, núll 9

* d) Þvílík vika

2 Jóhanna Guðrún stóð sig með stakri prýði í Evróvisjón í maí og lenti, eins og alþjóð veit, í öðru sæti.

Hvaða þjóð lenti í þriðja sæti?

* a) Tyrkland

* b) Bretland

* c) Eistland

* d) Aserbaídsjan

3 Ný hreyfing sem var stofnuð stuttu fyrir alþingiskosningarnar í vor fékk fjóra þingmenn kosna.

Þessi hreyfing heitir:

* a) Borgarahreyfingin

* b) Flokkur fólksins

* c) Lýðræðishreyfingin

* d) Besti flokkurinn

4 Vinirnir Sveppi og Villi frumsýndu nýja kvikmynd á árinu, Algjör Sveppi og leitin að Villa.

Þeir félagar eignuðust nýjan vin í þessar mynd og hann heitir:

* a) Jói

* b) Gói

* c) Nói

* d) Fói

5 Íslensk fótboltakona var nýlega valin besta fótboltakona Noregs.

Hvað heitir hún?

* a) Þóra Björg Helgadóttir

* b) Sara Björk Gunnarsdóttir

* c) Katrín Jónsdóttir

* d) Hólmfríður Magnúsdóttir

6 Konungur poppsins, Michael Jackson, lést á árinu.

Árið 1982 gaf hann út plötu sem er söluhæsta plata allra tíma og hún heitir:

* a) Drama

* b) Action

* c) Thriller

* d) Horror

7 Stjórnanda Stundarinnar okkar, Björgvini Franz, hlotnaðist liðsauki í vetur.

Það er fremur stórgerð mús og hún heitir:

* a) Mýsla Tásla

* b) Hrafnhildur hagamús

* c) Þórgunnur

* d) Björgvína Franzína

8 Hann sigraði hjörtu mæðra ykkar þegar hann dansaði við Jennifer Grey í Dirty Dancing.

Hann lést á árinu úr krabbameini og hann hét:

* a) Rob Lowe

* b) Patrick Swayze

* c) Lou Diamond Phillips

* d) Tom Cruise

9 Ólafur Ragnar eignaðist nýjan vin í Fangavaktinni sem leikinn var af Ólafi Darra.

Hvað heitir vinurinn?

* a) Andri Ari

* b) Þröstur Hjörtur

* c) Ingvar Örvar

* d) Blíður Blær

10 Fótbolti er án efa ein vinsælasta íþrótt meðal ungra drengja og því er spurt, hverjir urðu bikarmeistarar karla árið 2009?

* a) FH

* b) Fram

* c) Breiðablik

* d) KR

11 Í sumar voru írskir dagar haldnir hátíðlegir á Akranesi, franskir dagar á Fáskrúðsfirði og danskir dagar á:

* a) Stykkishólmi

* b) Ísafirði

* c) Neskaupsstað

* d) Kirkjubæjarklaustri

12 Það mæðir á ráðherrum ríkisstjórnarinnar á krepputímum og sumum meira en öðrum.

Hver er mennta- og menningarmálaráðherra í dag?

* a) Svandís Svavarsdóttir

* b) Ragna Árnadóttir

* c) Katrín Jakobsdóttir

* d) Katrín Júlíusdóttir

13 Söngvaseiður sló heldur betur í gegn í byrjun sumars og leikur barnfóstrunnar lofaður í hvívetna.

Hvað heitir leikkonan sem fer með hlutverk hennar?

* a) Dóra Jóhannsdóttir

* b) Ilmur Kristjánsdóttir

* c) Nína Dögg Filippusdóttir

* d) Valgerður Guðnadóttir

14 Íslensk hljómsveit sendi á árinu frá sér plötuna IV sem hefur þegar selst í yfir 5.000 eintökum.

Hvað heitir hljómsveitin?

* a) Hjaltalín

* b) Hjálmar

* c) Baggalútur

* d) Dikta

15 Söngleikurinn Óliver var frumsýndur annan í jólum í Þjóðleikhúsinu.

Söngleikurinn er byggður á skáldsögu rithöfundarins:

* a) Charles Dickens

* b) H.C. Andersen

* c) Astrid Lindgren

* d) Enid Blyton

Verðlaun

1. Bókasafn ömmu Huldar eftir Þórarinn Leifsson (útgefandi Forlagið)

2. Mjallhvítur eftir Önnu Ingólfsdóttur (höfundur gefur út)

3. Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi) eftir Margréti Örnólfsdóttur (útgefandi Bjartur)

Svör sendist í Hádegismóa 2, 110 Reykjavík, merkt Morgunblaðið, Barnagetraun. Skilafrestur til 11. janúar 2010

Nafn:........................................................................

Aldur........................................................................

Heimili:.....................................................................

Staður........................................................................

Sími...........................................................................