Avatar Friðelskandi bláar verur gera það gott.
Avatar Friðelskandi bláar verur gera það gott.
AVATAR, nýjasta kvikmynd James Cameron, hefur heldur betur gert það gott í miðasölu víða um heim og hefur nú fært framleiðandanum, Fox International, 413,2 milljónir dollara með miðasölu vestanhafs.
AVATAR, nýjasta kvikmynd James Cameron, hefur heldur betur gert það gott í miðasölu víða um heim og hefur nú fært framleiðandanum, Fox International, 413,2 milljónir dollara með miðasölu vestanhafs. Fox hefur nú slegið tekjumet það sem Warner Bros kvikmyndafyrirtækið átti áður í miðasölutekjum á einu ári. Tekjur Fox af þeim kvikmyndum sem það hefur frumsýnt í ár nema nú 2,28 milljörðum dollara, en fyrra metið var 2,24 milljarðar, frá árinu 2007. Miðasala á Avatar hefur skilað fyrirtækinu 625,9 milljónum dollara á heimsvísu en myndin er sýnd í 14.686 sölum. Það er því lítil kreppa þegar kemur að bíóaðsókn í heiminum, að því er virðist.