— Reuters
SJÁLFBOÐALIÐAR aðstoða við að bjarga tugum grindhvala, eða marsvína, sem syntu í strand á Norðurey í Nýja-Sjálandi. Um 20 grindhvalanna drápust en sjálfboðaliðum og starfsmönnum umhverfisverndarstofnunar tókst að bjarga um 40 öðrum hvölum.
SJÁLFBOÐALIÐAR aðstoða við að bjarga tugum grindhvala, eða marsvína, sem syntu í strand á Norðurey í Nýja-Sjálandi. Um 20 grindhvalanna drápust en sjálfboðaliðum og starfsmönnum umhverfisverndarstofnunar tókst að bjarga um 40 öðrum hvölum. Hvalabjörgunarmenn voru þó enn á verði við ströndina í gær þar sem óttast var að grindhvalirnir myndu synda aftur í strand.