Karsten Nohl
Karsten Nohl
ÞÝSKUR tölvunarfræðingur, Karsten Nohl, hefur birt upplýsingar um dulkóða sem er notaður til að vernda símtöl rúmlega fjögurra milljarða farsímanotenda um allan heim.

ÞÝSKUR tölvunarfræðingur, Karsten Nohl, hefur birt upplýsingar um dulkóða sem er notaður til að vernda símtöl rúmlega fjögurra milljarða farsímanotenda um allan heim.

Nohl vann í nokkra mánuði með hópi sérfræðinga að því að leysa algrím sem notast er við í GSM-tækni til að dulkóða samtöl, að því er fram kemur á fréttavef BBC . GSM er algengasti staðall farsímakerfa um allan heim.

Vinna Nohl og félaga hans mun fræðilega séð gera öllum kleift, heiðarlegum sem óheiðarlegum, að hlera símtöl. Nohl sagði á Chaos Communication-ráðstefnunni í Berlín að þetta sýndi fram á að GSM-öryggi væri óviðunandi. kjon@mbl.is