Flugeldasala Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitirnar standa nú í harðri samkeppni við einkaaðila um sölu flugelda, svo undarlega sem það hljómar. Höfum það hugfast að sala þeirra er og hefur verið aðaltekjulind samtakanna.

Flugeldasala

Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitirnar standa nú í harðri samkeppni við einkaaðila um sölu flugelda, svo undarlega sem það hljómar. Höfum það hugfast að sala þeirra er og hefur verið aðaltekjulind samtakanna. Björgunarsveitirnar hafa oft unnið kraftaverk, og enginn veit hver eða hverjir þurfa næst á þeim að halda. Undirritaður kaupir ekki flugelda, en leggur þess í stað ákveðna upphæð inn á reikning samtakanna. Ég beini þeim tilmælum til þeirra, sem flugelda kaupa, að skipta við slysavarnafólkið, en að öðrum kosti að leggja eitthvað inn á reikning Landsbjargar.

Guðmundur Magnússon.

Guðlaun fyrir glaðan dag

Maður sér hann næstum fyrir sér: Mér flaug í hug að þakka þér fyrir hve öðrum gestrisnari ég er og alinn upp við góða mannasiði. Og líka það, að pólitíkusar skuli ævinlega taka flokksskírteini fram yfir hæfni. Ég flýg að austan annað slagið og svo tekst sálin á flug yfir hverjum nýjum bitlingi. Svo flaug ég vel að merkja inn í ráðið. Í þriðja lagi þakka ég fyrir að Möller skuli ekkert tuða um sparnað upp í Icesave-svartholið heldur bara leyfa okkur að sóa almannafé í dagamun einu sinni á ári. Enda flýgur fiskisagan um að hampaminnst sé að hækka bara skattana á lýðinn. Jæja, ég þarf að fljúga suður á fund í ráðinu og finnst ég eftir allt þetta flugtal vita jafnmikið um flugmál og þau hin. Eða lítið, gildir einu. Verst að fá ekkert nema vatn og brauð.

Fyrrverandi stuðningsmaður

Samfylkingarinnar.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12
velvakandi@mbl.is