— Reuters
ÁRIÐ sem senn syngur sitt síðasta var ár samskiptavefjanna Twitter og Facebook, ef marka má frétt frá fréttastofunni AFP. Facebook skaut MySpace ref fyrir rass og varð aðalsamskiptasíðan á netinu og Twitter óx gríðarlega.

ÁRIÐ sem senn syngur sitt síðasta var ár samskiptavefjanna Twitter og Facebook, ef marka má frétt frá fréttastofunni AFP. Facebook skaut MySpace ref fyrir rass og varð aðalsamskiptasíðan á netinu og Twitter óx gríðarlega. Á Twitter voru um fjórar milljónir notenda skráðar í upphafi árs en í árslok eru þeir um tíu sinnum fleiri. Það er þó smáræði í samanburði við Facebook, sá vefur er með um 350 milljónir notenda á skrá.

Þá hefur Twitter sannað sig sem mikilvæg fréttaveita, t.d. í júní sl. þegar upp úr sauð í forsetakosningum í Íran og þarlend stjórnvöld létu loka fyrir samskiptasíður, m.a. Facebook, en vissu greinilega ekki af tilvist Twitter. Íranar tóku að „tísta“ fréttum af mótmælum á Twitter og boðuðu m.a. mótmælafundi.