1 Manchester United varð enskur meistari í knattspyrnu vorið 2009, þriðja árið í röð og í 18. skiptið alls.
Hver var röð liðanna í þremur næstu sætum?
* a) Chelsea, Arsenal og Liverpool
*b) Chelsea, Liverpool og Arsenal
* c) Liverpool, Chelsea og Arsenal
*d) Liverpool, Arsenal og Chelsea
2Ísraelar gerðu innrás á Gaza-svæðið 2008 en drógu herinn burt 18. janúar 2009. Lögð hefur verið fram ákæra á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra Ísraels í Bretlandi vegna meintra stríðsglæpa Gaza.
Hvað heitir ráðherrann?
*a) Ismail Hanyieh
*b) Amr Moussa
*c) Golda Meir
*d) Tzipi Livni
3 Íslenska fyrirtækið Cintamani var gagnrýnt fyrir að kaupa loðfeldi frá landi þar sem illa væri farið með dýr.
Hvaða landi?
*a) Bandaríkjunum
*b) Kína
*c) Svíþjóð
*d) Rússlandi
4 Hvað heitir nýjasta bók Arnalds Indriðasonar?
*a) Svörtuloft
*b) Myrká
*c) Háaloft
*d) Dauðarósir
5 Hvað heitir ritstjóri Viðskiptablaðsins?
*a) Haraldur Johannessen
*b) Ívar Páll Jónsson
*c) Gísli Freyr Valdórsson.
*d) Sigurður Már Jónsson
6KSÍ tilkynnti að vanda í desember niðurstöðuna í leikmannavali sínu þar sem besta knattspyrnufólk ársins er útnefnt.
Hverjir urðu fyrir valinu árið 2009?
* a) Eiður Smári Guðjohnsen og Katrín Jónsdóttir
*b) Hermann Hreiðarsson og Hólmfríður Magnúsdóttir
*c) Eiður Smári Guðjohnsen og Þóra B. Helgadóttir
*d) Aron Einar Gunnarsson og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
7 Tvö ríki á Balkanskaga gengu í Atlantshafsbandalagið í apríl.
Annað er Króatía en hvað heitir hitt?
*a) Grikkland
*b) Albanía
*c) Slóvakía
*d) Hvíta-Rússland
8 „Þegar grjóthnullungi er kastað inn í hóp af fólki þá er lífshætta á ferðum,“ sagði Arnar Halldórsson, aðalvarðstjóri í Reykjavík.
Af hvaða tilefni?
* a) Gerður var aðsúgur að hópi bankamanna við Kringluna
*b) Mótmælendur reyndu að ryðjast inn á Hótel Borg
*c) Fáfnismenn lentu í slag við Samtök aldraðra
*d) Átök urðu á aðalfundi Landsambands steinasafnara
9 Sýning hvaða fatahönnuðar var sett upp á Kjarvalsstöðum á árinu?
*a) Birtu Björnsdóttur
*b) Maríu Lovísu
*c) Steinunnar Sigurðardóttur
*d) Munda
10 Hver reit verðlaunabókina Lords of Finance: The Bankers Who Broke the World?
*a) Liaquat Ahamed
*b) Abu Ayyub
*c) Anwar al-Awlaki
* d) Mohammad Nabi Mohammadi'
11 Íslandsmótið í höggleik í golfi var haldið í Grafarholtinu með glæsibrag í lok júlí 2009. Valdís Þóra Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki en úrslitin í karlaflokki réðust eftir æsispennandi einvígi á lokasprettinum.
Hver stóð uppi sem sigurvegari?
*a) Stefán Már Stefánsson
*b) Ólafur Björn Loftsson
*c) Björgvin Sigurbergsson
*d) Kristján Þór Einarsson
12Stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna var lýstur gjaldþrota í júní.
Hvað heitir fyrirtækið?
*a) Chrysler
*b) Ford
*c) American Motors
*d) General Motors
13 „Jæja, farin í frelsið,“ sagði fráfarandi ráðherra í stjórn Geirs H. Haarde.
Hvaða ráðherra?
*a) Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
*b) Jóhanna Sigurðardóttir
*c) Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
* d) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
14 Hverjir sungu í upphafi aðalhlutverkin í óperunni Ástardrykknum í Íslensku óperunni?
* a) Bergþór Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir
*b) Garðar Thór Cortes og Dísella Lárusdóttir
*c) Þóra Einarsdóttir og Gissur Páll Gissurarson
*d) Ágúst Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir
15 Fréttir bárust af því á árinu að heimsþekktur hagfræðingur myndi leika lítið hlutverk í framhaldinu af kvikmynd Oliver Stone Wall Street.
Hver er maðurinn?
*a) Þórólfur Matthíasson
*b) Joseph Stiglitz
*c) Nouriel Roubini
*d) Jackson Browne
16Úrslitakeppni var tekin upp að nýju í handboltanum á tímabilinu 2008-2009.
Hverjir urðu Íslandsmeistarar karla 2009 og hvaða lið lögðu þeir í lokaúrslitum:
*a) Haukar, sem unnu Val
*b) Valur, sem vann Hauka
*c) FH, sem vann Hauka
*d) Fram, sem vann Val
17 Forseti neðri deildar þingsins í Bretlandi, Michael Martin, varð að segja af sér í maí.
Hvað hafði hann gert af sér?
*a) Bruðlað með opinbert fé
*b) Hellt sér yfir Gordon Brown
*c) Sofnað í forsetastólnum
*d) Mætt illa á þingfundi
18 Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins.
Hver fékk næstflest atkvæði?
*a) Kristján Þór Júlíusson
*b) Árni Mathiesen
*c) Jóhannes Jónsson
*d) Illugi Gunnarsson
19 Hver er til umfjöllunar í bókinni Íslenska undrabarnið?
*a) Elín Albertsdóttir
*b) Jónas Ingimundarson
*c) Vigdís Finnbogadóttir
*d) Þórunn Ashkenazy
20 Hver hlaut verðlaun blaðamannafélagsins á árinu fyrir „vandaðar og ítarlegar greinar um íslenskt efnahagsástand“?
*a) Þorbjörn Þórðarson
*b) Sigurjón M. Egilsson
*c) Helgi Bjarnason
*d) Valur Grettisson
21Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson fór á kostum á Íslandsmeistaramótinu í Laugardalslauginni í nóvember 2009 og setti m.a. glæsilegt Íslandsmet í 100 m bringusundi. Hann keppti samt ekki á Evrópumótinu í 25 m laug í Istanbúl í desember.
Hvernig stóð á því?
* a) Hann var meiddur.
*b) Hann hafði ekki efni á að fara.
*c) Hann var í prófum í Háskóla Íslands.
*d) Hann vildi ekki keppa á meðan sundgallar væru leyfðir.
22Edward M. Kennedy öldungadeildarþingmaður lést í ágúst, 77 ára að aldri. Eldri bræður hans þrír dóu allir með voveiflegum hætti, einn var myrtur árið 1968.
Hvað hét hann?
*a) John F. Kennedy
*b) Robert F. Kennedy
*c) Eigil Kennedy
*d) Ronald Kennedy
23 Óvenjulegt bankarán var framið í Hveragerði í febrúar.
Hverju var stolið?
* a) Hraðbanka úr anddyri verslunarmiðstöðvar
*b) Öll fémætu í öryggishólfum útibús Landsbankans
*c) Rolex-úri og loðfeldi gjaldkera Sparisjóðs Flóamanna
*d) Erlendum gjaldeyri í útibúi Kaupþings í bænum
24 Hvaða nafn hlaut tónlistarhúsið við höfnina í Reykjavík?
*a) Harpa
*b) Fiðla
*c) Tónlistarhúsið í Reykjavík
*d) Tónahöllin
25 Hvað heitir upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans?
*a) Páll Baldursson
*b) Benedikt Erlingsson
*c) Páll Benediktsson
*d) Benedikt Pálsson
26Kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í úrslitakeppni EM í Finnlandi og tapaði 1:3 fyrir Frakklandi, 0:1 fyrir Noregi og 0:1 fyrir Þýskalandi.
Hver skoraði markið gegn Frökkum?
*a) Margrét Lára Viðarsdóttir
*b) Katrín Jónsdóttir
*c) Hólmfríður Magnúsdóttir
*d) Edda Garðarsdóttir
27Ákveðið var í október hvaða borg fengi að halda sumarólympíuleikana árið 2016.
Hvaða borg varð fyrir valinu?
*a) Rio de Janeiro
*b) Buenos Aires
*c) London
*d) Caracas
28 Tugþúsundir manna tóku þátt í mótmælum á Austurvelli veturinn 2008-2009.
Hver stjórnaði flestum fundunum?
*a) Gylfi Magnússon
*b) Hallgrímur Helgason
*c) Hörður Torfason
*d) Ragnar Stefánsson
29 Forvörður Listasafns Íslands fræddi gesti safnsins um listverkafalsanir hinn 12. desember sl. í tengslum við „stóra málverkafölsunarmálið“.
Hvað heitir forvörðurinn?
*a) Halldór Björn Runólfsson
*b) Ólafur Ingi Jónsson
*c) Ingimar Jónsson
*d) Ólöf Halldóra Ragnarsdóttir
30 Hversu há eru skuldabréfin á íslenska ríkið sem seðlabankinn í Lúxemborg tók sem veð í endurhverfum viðskiptum Landsbankans fyrir hrun og til stendur að breyta í skuld ríkisins við íslensku lífeyrissjóðina?
*a) 14 milljarðar evra
*b) Tæplega milljarður evra
*c) Fimm milljarðar evra
*d) 200 milljónir evra
31Ásdís Hjálmsdóttir setti nýtt Íslandsmet í spjótkasti kvenna þegar hún kastaði spjótinu 60,42 metra í mars, og bætti það aftur í maí þegar hún kastaði 61,37 metra á Laugardalsvellinum.
Hvar fór fyrra mótið fram?
*a) Sarajevo
*b) Kanaríeyjum
*c) Kýpur
*d) Berlín
32 Tvær bandarískar blaðakonur voru leystar úr haldi í Norður-Kóreu í ágúst.
Hvað hafði þeim verið gefið að sök?
* a) Að hafa brennt peningaseðil með mynd af Kim Jong-Il
*b) Að hafa reynt að múta háttsettum embættismanni
*c) Að hafa klæðst ósiðsamlegum kjólum
*d) Að hafa stundað njósnir
33 Íslenskt verkfræði- og ráðgjafafyrirtæki hóf erlenda starfsemi sína á sviði jarðvarma og vatnsorku í Ungverjalandi en er nú einnig með verkefni í Bandaríkjunum, á Indlandi og í Suður-Asíu.
Hvaða fyrirtæki?
*a) Botnrás
*b) Mannvit
*c) Geysir Green Energy
*d) Orfeus
34 Hið íslenska bókmenntafélag gaf nýverið út bók um feril arkitektsins sem m.a. teiknaði Þjóðarbókhlöðuna og Árbæjarkirkju.
Arkitektinn heitir:
*a) Steve Christer
*b) Högna Sigurðardóttir
*c) Manfreð Vilhjálmsson
*d) Ragna Sigurðardóttir
35 Hver er stjórnarformaður Haga?
*a) Sigurjón M. Egilsson
*b) Egill Pálsson
*c) Sigurjón Magnússon
*d) Sigurjón Pálsson
36 Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður tryggði Ciudad Real Evrópumeistaratitilinn annað árið í röð. Hann átti stórleik í seinni úrslitaleiknum gegn Kiel og mark hans í lokin réð úrslitum.
Hvað gerði Ólafur mörg mörk í leiknum?
*a) 6
*b) 8
*c) 10
*d) 12
37 Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins kusu í fyrsta sinn eftir nýjum reglum Lissabon-samkomulagsins forseta ráðherraráðsins og mun hann gegna embættinu í tvö og hálft ár.
Hvað heitir hann?
*a) Tony Blair
*b) Claude Juncker
*c) Herman van Rompuy
*d) Wilhelm von Hohenzollern
38 Fjögur félög sem voru stórir eigendur að Landsbankanum voru skráð á lítilli eyju í Karíbahafi.
Hvaða eyju?
*a) Jamaíka
*b) Kúbu
*c) Tortólu
*d) Trinidad
39 Í vetur opnaði í Listasafni Íslands yfirlitssýning á verkum listamanns sem setti árið 1945 upp sýningu í Listamannaskálanum í Reykjavík sem hafði byltingarkennd áhrif á þróun íslenskrar myndlistar.
Myndlistarmaðurinn hét:
*a) Þorvaldur Skúlason
*b) Guðmunda Andrésdóttir
*c) Ásgerður Búadóttir
*d) Svavar Guðnason
40 Ríkisstjórnin hefur gripið til skattahækkana af ýmsum toga.
Hver er nýja prósentan fyrir virðisaukaskatt?
*a) 25,5%
*b) 24,5%
*c) 14%
*d) 12,25%
41 Kvennalandsliðið í handknattleik hóf undankeppni Evrópumótsins í október og vann þá m.a. mikilvægan sigur á heimavelli, 29:25. Þar með á liðið ágæta möguleika á að komast í lokakeppnina í desember 2010.
Hverja vann Ísland í umræddum leik?
*a) Sviss
*b) Rúmeníu
*c) Tékkland
*d) Austurríki
42 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin í Kaupmannahöfn í desember.
Hvað heitir forsætisráðherra Danmerkur?
*a) Fredrik Reinfeldt
*b) Lars Løkke Rasmussen
*c) Connie Hedegaard
*d) Bjarne Friis
43 Í neftóbakið íslenska eru notuð mulin tóbakslauf, vatn, pottaska og salt.
Í hvaða landi er blandan framleidd?
*a) Á Íslandi
*b) Í Danmörku
*c) Í Svíþjóð
*d) Í Brasilíu
Verðlaun
1. Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson (útgefandi Bjartur)
2. Karlsvagninn eftir Kristínu Marju Baldursdóttur (útgefandi Mál og menning)
3. Svörtuloft eftir Arnald Indriðason (útgefandi Vaka-Helgfell)
Svör sendist í Hádegismóa 2, 110 Reykjavík, merkt Morgunblaðið, Fullorðinsgetraun. Skilafrestur til 11. janúar 2010
Nafn:........................................................................
Aldur........................................................................
Heimili:.....................................................................
Staður......................................................................
Sími..........................................................................