Dr. Gunni
Dr. Gunni
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Mér fannst árið ekki mjög hressandi, sem er kannski ekki að marka því ég er gamall fauskur.
„Mér fannst árið ekki mjög hressandi, sem er kannski ekki að marka því ég er gamall fauskur. Ég reyndi að vera á tánum varðandi erlenda músík, en þótt margt væri fínt – eins og plötur Micachu & The Shapes, The XX og Green Day í meginstraumsrokkinu – var ekkert sem beinlínis gerði útslagið. Á Íslandi komu Hjaltalín og Bloodgroup með frábærar plötur og margar mjög góðar komu að auki eins og Morðingjarnir, Hjálmar og Hank & Tank. Það er ágæt stemning í tónleikalífi og alltaf fullt af efnilegu dóti í gangi. Þegar engar erlendar stórstjörnur láta sjá sig verða heimamenn bara að sjá um stuðið. Útgáfubransinn breyttist mikið, Kimi og Borgin og fleiri komu inn á meðan Smekkleysa og 12 tónar nánast hurfu. Sena er svo enn að og mér fannst ánægjulegt að tónlistarbókaútgáfa þeirra fyrir jólin gekk vel.“