Áslaug Jónsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
VALNEFND á vegum Leiklistarsambands Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að barnaleikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur skuli hljóta tilnefningu til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.

VALNEFND á vegum Leiklistarsambands Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að barnaleikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur skuli hljóta tilnefningu til Norrænu leikskáldaverðlaunanna.

Í valnefndinni sátu Silja Aðalsteinsdóttir, útgáfustjóri, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og tónlistarmaður og Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarmaður. Norrænu leiklistarsamböndin standa að Norrænu leikskáldaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár í tengslum við Norræna leiklistardaga. Að þessu sinni var ákveðið að verðlauna leikskáld fyrir barnaleikrit þar sem Norrænu leiklistardagarnir verða haldnir í tengslum við barnaleikhúshátíðina BIBU í Svíþjóð í maí.