Það að taka fasta vexti fram yfir breytilega í viðræðunum um útfærslu á Icesave-samkomulaginu milli íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda mun kosta skattgreiðendur tugi milljarða króna. Þetta er mat tveggja sérfræðinga sem hafa borið saman mismunandi kostnað við báðar útfærslur.
Þeir benda ennfremur á að útfærslan feli það í sér að áhættuálagið á láninu frá breskum stjórnvöldum er mun hærra en á því frá hollenskum en miðað sé við svokallaða CIRR-vexti. Slíkir vextir eru yfirleitt notaðir sem viðmið á lánakjör útflutningsfyrirtækja. Það er mat sérfræðinganna að kjörin á Icesave-láninu séu óhagstæð. | 4