<strong>Torfbær</strong> Vallakot var síðasti torfbærinn í Grímsey, sem búið var í.
Torfbær Vallakot var síðasti torfbærinn í Grímsey, sem búið var í.
GÖMLU bæirnir í Grímsey eru kynntir á dagatali fyrir árið 2010 sem Félag Grímseyjarvina hefur gefið út. Á dagatalinu eru ljósmyndir af bæjunum ásamt upplýsingum í texta. Helgi Daníelsson safnaði myndunum og stendur fyrir útgáfunni.

GÖMLU bæirnir í Grímsey eru kynntir á dagatali fyrir árið 2010 sem Félag Grímseyjarvina hefur gefið út. Á dagatalinu eru ljósmyndir af bæjunum ásamt upplýsingum í texta.

Helgi Daníelsson safnaði myndunum og stendur fyrir útgáfunni. Dagatalið er selt og verður ágóðinn notaður til að efla Ljósmyndasafn Grímseyjar á netinu. Þótt ljósmyndavefurinn (ljosmyndir.grimsey.is) hafi ekki verið opnaður formlega er hægt að skoða þar fjölda mynda. Helgi segir að reynt verði að hafa þúsundir mynda aðgengilegar ásamt fleiri upplýsingum um Grímsey.

„Við viljum kynna Grímsey enda teljum við að þetta sé staður sem allir þurfi að koma á og kynnast,“ segir Helgi Daníelsson.

helgi@mbl.is