* Þær stórfréttir bárust Morgunblaðinu í gær að hljómsveitin Sólstafir muni stíga á svið með mörgum af helstu risum þungarokksins á stærstu þungarokks-hátíð í heimi næsta sumar sem ber heitið Wacken: Open Air. Talið er að 70 þúsund manns sæki hátíðina.

* Þær stórfréttir bárust Morgunblaðinu í gær að hljómsveitin Sólstafir muni stíga á svið með mörgum af helstu risum þungarokksins á stærstu þungarokks-hátíð í heimi næsta sumar sem ber heitið Wacken: Open Air. Talið er að 70 þúsund manns sæki hátíðina. Af sveitum sem stíga á svið má nefna Iron Maiden, Slayer, Mötley Crüe og Alice Cooper.

Hátíðin er haldin í Þýskalandi og fer fram dagana 4.-7. ágúst. Hún verður haldin í 21. sinn á næsta ári og í fyrra seldist upp á hana, 70.000 miðar. Og ekki nóg með að selst hafi upp heldur gerðist það hálfu ári áður en hún hófst. Hátíðin verður sú langstærsta sem Sólstafir hefur komið fram á. Sú stærsta sem hún hefur leikið á er Party San sl. haust en hana sóttu 12 þúsund manns.

Á næsta ári mun sveitin einnig koma fram á Summer Breeze Open Air sem um 40 þúsund manns munu sækja. Mikilli flösu þeytt þar.