Þráinn Bertelsson
Þráinn Bertelsson
Fréttablaðið birti hinn 25. september sl. grein eftir tiltekinn háttvirtan þingmann þar sem sagði m.a.

Fréttablaðið birti hinn 25. september sl. grein eftir tiltekinn háttvirtan þingmann þar sem sagði m.a.:

Við höfum enga framtíðarsýn nema hvað við ætlum að borga Bretum og Hollendingum morð fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til ársins 2024 og jafnvel lengur.“

Við erum á villigötum. Rammvillt og stefnum í vitlausa átt.“

Við segjumst vera sjálfstæð þjóð. Af hverju liggjum við þá á hnjánum fyrir Bretum og Hollendingum?“

Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? ...Hvernig væri að standa saman og sýna sjálfum okkur og umheiminum að við erum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi?“

Stórt er spurt og nú hefur þessi þingmaður fundið svarið. Þráinn Bertelsson hefur ákveðið að standa í lappirnar og sýna að við erum frjáls þjóð. Þetta gerir hann eðli máls samkvæmt með því að greiða atkvæði með Icesave-frumvarpi Breta, Hollendinga og ríkisstjórnarinnar.

Með sama hætti sýnir hann trúnað við stefnuskrá sína – þar sem sérstök áhersla var lögð á þjóðaratkvæðagreiðslur – með því að hafna tillögum um að þjóðin greiði atkvæði um Icesave.

En þótt trúnaður hans við stefnu og hugsjónir sé með þessum hætti þá var kjör hans til þings alls ekki með öllu til óþurftar. Nú þiggur hann þingmannslaun ofan á heiðurslaunin og má það teljast veigamikið skref í byggingu skjaldborgar um tiltekið heimili landsins.