Árstíðir
Árstíðir
HLJÓMSVEITIN Árstíðir, sem hefur vakið mikla athygli á árinu fyrir þjóðlagaskotna og melódíska tónlist sína, heldur tónleika á Kaffi Rósenberg í kvöld og hefjast þeir kl. 22.
HLJÓMSVEITIN Árstíðir, sem hefur vakið mikla athygli á árinu fyrir þjóðlagaskotna og melódíska tónlist sína, heldur tónleika á Kaffi Rósenberg í kvöld og hefjast þeir kl. 22. Hljóðfæraskipun Árstíða er sérstök, en með söngnum er leikið á þrjá gítara, selló, fiðlu og píanó. Árið 2009 hefur verið viðburðaríkt fyrir Árstíðir. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út í júní sl. og var henni fylgt eftir með tónleikaferðalagi um landið. Síðan þá hafa meðlimir verið iðnir við að spila opinberlega, og mætti þar sér í lagi nefna hátíðina Iceland Airwaves í október og tónleika með KK í nóvember.