— Morgunblaðið Jónas Erlendsson
FÓLK í gönguferð tók nýlega eftir því að tvær eftirlegukindur voru enn á Heiðarheiði upp af Vík í Mýrdal og fóru sex menn að leita þeirra í birtingu í gærmorgun, þ.ám. Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins.

FÓLK í gönguferð tók nýlega eftir því að tvær eftirlegukindur voru enn á Heiðarheiði upp af Vík í Mýrdal og fóru sex menn að leita þeirra í birtingu í gærmorgun, þ.ám. Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins.

„Þetta voru kindur úr Reynishverfi, höfðu orðið eftir í smalamennskunni í haust,“ segir Jónas. „Við fórum á bíl inn úr Heiðargili á heiðinni, þetta voru ær og lamb sem komu niður. Ærin hélt sig hins vegar utan í snævi þöktum hömrum í hlíðinni og það varð að snara hana yfir hornin, þetta var bara eins og í villta vestrinu! Málið snerist um að ná henni áður en hún hrapaði. En það tókst vel, við vorum komnir aftur um tvöleytið. Kindurnar voru báðar vel á sig komnar enda tíðin búin að vera mjög góð.“ Færið var gott að sögn Jónasar, lítill snjór og bjart veður.