Átök Andófsmenn í Teheran með félaga sinn sem varð fyrir skoti.
Átök Andófsmenn í Teheran með félaga sinn sem varð fyrir skoti. — Reuters
ÍRÖNSK stjórnvöld hertu enn ofsóknir gegn andófsmönnum í gær og handtóku m.a. ættingja fólks sem tekið hefur þátt í mótmælum gegn ráðamönnum.

ÍRÖNSK stjórnvöld hertu enn ofsóknir gegn andófsmönnum í gær og handtóku m.a. ættingja fólks sem tekið hefur þátt í mótmælum gegn ráðamönnum. Meðal handtekinna var systir Nóbelsverðlaunahafans Shirin Ebadi sem hreppti friðarverðlaunin 2003 fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum.

Ráðamenn í Teheran réðust í gær harkalega á Breta fyrir að lýsa, eins og fleiri vestrænar þjóðir, yfir samúð með málstað andófsmanna og krefjast þess að ofsóknum gegn þeim verði hætt. „Bretar munu fá löðrung á munninn ef þeir hætta ekki þessari vitleysu,“ sagði utanríkisráðherrann, Manouchehr Mottaki.

Varla er tilviljun að Bretar verða fyrir valinu. Þeir hafa áratugum saman verið tortryggðir í Íran vegna afskipta sinna á sínum tíma af innanlandsmálum og undirróðri gegn lýðræðislega kjörnum valdamönnum. kjon@mbl.is