Jólamót á Akureyri Þá er árlegu jólamóti Bridsfélags Akureyrar lokið. Þetta skiptið tóku 25 pör þátt og spiluð voru 56 spil.
Jólamót á Akureyri
Þá er árlegu jólamóti Bridsfélags Akureyrar lokið. Þetta skiptið tóku 25 pör þátt og spiluð voru 56 spil. Fljótlega eftir að mót hófst komust Frímann Stefánsson og Reynir Helgason á toppinn og héldu því næst sleitulaust þar til yfir lauk. Þeir unnu svo mótið nokkuð örugglega með 59,2% skor. Staða sex efstu para var svo eftirfarandi:59,2% Frímann Stefánss. – Reynir Helgas.
57,3% Stefán Vilhjss. – Örlygur Örlygss.
54,2% Pétur Gíslason – Páll Þórsson
54,0% Sigfús Aðalstss. – Jón Sverriss.
53,4% Jóhannes Jónss. – Kristj. Þorsteinss.
53,1% Hans Reisenhus – Sigurg. Gissurars.
Veitt voru verðlaun fyrir fjögur efstu sætin auk neðsta sætisins sem og fyrir hæsta skor gefið út í dobluðum samningi. Verðlaunin voru ekki af lakara tagi en fyrstu fjögur sætin fengu flugeldatertur auk flugelda.