FIMMTUGUR karlmaður frá Jerúsalem hefur fengið skilnað í ellefta skipti og oftar en nokkur annar gyðingur í Ísrael, að sögn dómstóls rabbína í gær.

FIMMTUGUR karlmaður frá Jerúsalem hefur fengið skilnað í ellefta skipti og oftar en nokkur annar gyðingur í Ísrael, að sögn dómstóls rabbína í gær.

Maðurinn sagði dómurunum að hann sækti yfirleitt um skilnað á tveggja ára fresti og hæfi þá strax leit að nýrri eiginkonu. Hann kvaðst iðrast fyrsta skilnaðarins vegna þess að þá hefði hafist „endalaus leit að næstu reynslu“.

Síðasta eiginkona mannsins sagði að hann hefði ekki haft neina atvinnu síðan þau gengu í hjónaband. Þau hefðu lifað á tekjum hennar og safnað miklum skuldum.

Maðurinn á son af fyrra hjónabandi en hefur aldrei greitt neitt meðlag með honum, að sögn dómstólsins.