— Morgunblaðið/Árni Sæberg
NBI mun kynna skuldurum sem eiga yfirveðsettar eignir ný úrræði eftir áramót. Þrátt fyrir að úrræðin hafi ekki verið kynnt formlega enn sem komið er, hafa einhverjir viðskiptavinir bankans gengið í gegnum skuldameðferð samkvæmt hinum nýju úrræðum.

NBI mun kynna skuldurum sem eiga yfirveðsettar eignir ný úrræði eftir áramót. Þrátt fyrir að úrræðin hafi ekki verið kynnt formlega enn sem komið er, hafa einhverjir viðskiptavinir bankans gengið í gegnum skuldameðferð samkvæmt hinum nýju úrræðum. Hægt verður að skuldbreyta fasteignalánum í erlendri mynt yfir í íslenskt lán með föstum vöxtum. Jafnframt verður hluti skuldarinnar afskrifaður þannig að skuldin nemi aðeins 110% af markaðsvirði fasteignarinnar. Vextir á hinu nýja, verðtryggða láni verða 5%.

Leiðin sem Landsbanki býður viðskiptavinum sínum er svipuð þeirri sem Arion banki hefur kynnt til sögunnar. Hjá Arion banka er hægt að fá niðurfærslu höfuðstóls í 110% og skuldbreytingu í verðtryggt lán. Íslandsbanki býður einnig upp á niðurfærslu höfuðstóls erlendra lána. Á vefsíðu bankans er ekki tekið fram hver veðsetning fasteignar verður eftir niðurfærslu og skuldbreytingu. thg@mbl.is