Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-laganna, sem forsetinn synjaði fyrr í vikunni staðfestingar, varð að lögum í gær. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra lagði málið fram í gærmorgun og samráðherrar hennar hlýddu á. Sátt náðist milli stjórnar og stjórnarandstöðu vegna málsins, sem var samþykkt samhljóða. Aldrei áður í sögu íslenska lýðveldisins hafa verið sett lög um þjóðaratkvæðagreiðslu.
Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave-laganna, sem forsetinn synjaði fyrr í vikunni staðfestingar, varð að lögum í gær. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra lagði málið fram í gærmorgun og samráðherrar hennar hlýddu á. Sátt náðist milli stjórnar og stjórnarandstöðu vegna málsins, sem var samþykkt samhljóða. Aldrei áður í sögu íslenska lýðveldisins hafa verið sett lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is FYRSTU lög um þjóðaratkvæðagreiðslu í sögu íslenska lýðveldisins voru samþykkt á Alþingi í gær. Frumvarp þess efnis var lagt fram að morgni dags og tókst að ljúka málinu um kvöldmatarleytið.

Eftir Hlyn Orra Stefánsson

hlynurorri@mbl.is

FYRSTU lög um þjóðaratkvæðagreiðslu í sögu íslenska lýðveldisins voru samþykkt á Alþingi í gær. Frumvarp þess efnis var lagt fram að morgni dags og tókst að ljúka málinu um kvöldmatarleytið.

Í meðförum þingsins var spurningunni, sem lögð verður fyrir þjóðina, breytt að tillögu allsherjarnefndar. Upphaflega spurningin þótti bæði of löng og of flókin og var tekin ákvörðun um að brjóta hana upp með stuttum inngangi eins og sjá má hér til hliðar.

Meðal þess sem rætt var í allsherjarnefnd var „mikilvægi hlutlausrar kynningar á þjóðaratkvæðagreiðslunni“, eins og segir í áliti nefndarinnar. Lagt hefur verið til að dómsmálaráðuneytið hafi milligöngu um að fá utanaðkomandi aðila til að búa til kynningarefni.

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að tekin hefðu verið frá lénin www.thjodaratkvaedi.is og www.thjodaratkvaedagreidsla.is, sem hægt yrði að nota til kynningar, auk þess sem slíkt efni yrði gefið út á pappírsformi. Vinna vegna þessa hæfist strax á næstu dögum.

Ljóst þykir nú að ekki verði hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. febrúar. Ragna bendir á að bæði sé vandasamt að útbúa hlutlausa kynningu og eins þurfi þeir skólar sem lagðir verða undir kjördeildir að fá tíma til undirbúnings. Því koma dagsetningarnar 27. febrúar og 6. mars helst til greina.

Nýja spurningin

„Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?“

Þessu má svara: „Já, þau eiga að halda gildi“ eða „Nei, þau eiga að falla úr gildi“.

  • Rifist um sáttina | 14