* Íslensku hljómsveitirnar Leaves og Sudden Weather Change munu leika á norrænu tónlistarkvöldi á skemmtistaðnum Lexington í London, 21. janúar n.k.

* Íslensku hljómsveitirnar Leaves og Sudden Weather Change munu leika á norrænu tónlistarkvöldi á skemmtistaðnum Lexington í London, 21. janúar n.k. Kvöldið er hluti af tónleikaröð sem ber nafnið Ja Ja Ja og er tileinkuð norrænni tónlist en um val á hljómsveitum sem koma fram 21. janúar sér Sean Adams, ritstjóri tímaritsins Drown-ed in Sound. Norska sveitin Simon Says No! mun einnig leika þann 21. á Lexington.

Útflutningsskrifstofur tónlistar á Norðurlöndunum standa að Ja Ja Ja og er tilgangurinn að kynna bestu hljómsveitir Norðurlandanna og efnilegustu. Hinir og þessir fagmenn úr bresku tónlistarlífi eru fengnir til að velja hljómsveitir á tónleikana.