9. janúar 1964 Tunnuverksmiðjan á Siglufirði brann til ösku og fjörutíu manns misstu atvinnu sína. Tjónið nam milljónum króna. 9. janúar 2006 Íslendingar urðu 300.000, að mati Hagstofu Íslands. Íbúafjöldinn náði 100.000 árið 1925 og 200.000 árið 1967....

9. janúar 1964

Tunnuverksmiðjan á Siglufirði brann til ösku og fjörutíu manns misstu atvinnu sína. Tjónið nam milljónum króna.

9. janúar 2006

Íslendingar urðu 300.000, að mati Hagstofu Íslands. Íbúafjöldinn náði 100.000 árið 1925 og 200.000 árið 1967.

9. janúar 2009

Sólskinsdrengurinn, heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um einhverfa drenginn Kela, var frumsýnd. Hún hlaut mjög góða dóma.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.