UM 10.000 kosningabærir Íslendingar búsettir erlendis þurfa að fá tækifæri til þess að kjósa utan kjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Með hag þessara kjósenda í huga er stefnt að því að kjördagur verði ekki síðar en 6.

UM 10.000 kosningabærir Íslendingar búsettir erlendis þurfa að fá tækifæri til þess að kjósa utan kjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Með hag þessara kjósenda í huga er stefnt að því að kjördagur verði ekki síðar en 6. mars svo nægur tími gefist til undirbúnings.

„Það sem þarf að gerast er að það þarf að senda atkvæðaseðlana héðan til allra sendiráða og ræðismanna erlendis, á um 272 staði,“ segir Pétur Ásgeirsson, sviðsstjóri í utanríkisráðuneytinu. „Það er nú gert ráð fyrir því að utankjörfundaratkvæðagreiðslan verði vonandi opin sem næst fjórum vikum, það er spurning hvort það næst, en að því er stefnt.“ Ekki hafa allar ákvarðanir verið teknar þar sem lög um atkvæðagreiðsluna eru enn til umræðu. Upplýsingar til kjósenda erlendis verður að finna á síðu dómsmálaráðuneytisins og unnt verður að kjósa hjá ræðismönnum, sendiráðum og sendiskrifstofum erlendis.

una@mbl.is