[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
SVERRE Jakobsson er varnarmaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni EM í Austurríki 19.-31. janúar. Sverre er 32 ára, fæddur 8. febrúar 1977.

SVERRE Jakobsson er varnarmaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni EM í Austurríki 19.-31. janúar.

Sverre er 32 ára, fæddur 8. febrúar 1977. Hann lék fyrst með A-landsliði Íslands árið 1999 en kom aftur inn eftir langt hlé árið 2006. Sverre hefur spilað 75 landsleiki og skorað 16 mörk, og þar af eru 3 leikir á EM 2008 í Noregi. Hann var í landsliðinu sem fékk silfurverðlaunin á ÓL í Peking 2008.

Sverre er Akureyringur og lék með meistaraflokki KA 1994-1999. Síðan með HK í tvö ár og Aftureldingu í tvö ár en dvaldi eftir það tvö ár við nám erlendis. Hann tók upp þráðinn á ný með Fram 2005, fór til Gummersbach 2006, kom heim í HK 2008 og fór aftur til Þýskalands 2009, þá til Grosswallstadt.

Fyrsti leikur Íslands á em í austurríki er eftir 10 daga