Kveikjan Hörmulegt slys á Hafnarfjarðarvegi ýtti við mönnum.
Kveikjan Hörmulegt slys á Hafnarfjarðarvegi ýtti við mönnum. — Morgunblaðið/Júlíus
FÉLAG Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, vill útrýma banaslysum úr umferðinni fyrir árið 2015 og boðar til opins borgarafundar um þessi markmið í Haukahúsinu í Hafnarfirði á mánudag.

FÉLAG Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, vill útrýma banaslysum úr umferðinni fyrir árið 2015 og boðar til opins borgarafundar um þessi markmið í Haukahúsinu í Hafnarfirði á mánudag.

Frá árinu 2002 hafa yfir 60% banaslysa á landinu verið í umferðarslysum, samkvæmt upplýsingum FÍB. Félagið bendir á að í kjölfar slyss á Reykjanesbraut rétt fyrir jólin 1999, þar sem þrír Suðurnesjabúar létu lífið, hafi verið haldinn fjölmennur borgarafundur um umferðaröryggismál og fækkun banaslysa í umferðinni. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut, ráðherrar og þingmenn hafi rætt tvöföldun Reykjanesbrautar með því markmiði að fækka banaslysum. Árangurinn hafi ekki látið á sér standa, því enginn hafi látist í umferðarslysum á tvöfaldaðri Reykjanesbraut í um sex ár, en áður hafi verið allt að sex banaslys þar árlega.