Kurt Westergaard
Kurt Westergaard
NORSKA dagblaðið Aftenposten birti í gær skopmyndir af Múhameð spámanni, meðal annars teikningu sem talið er að hafi orðið til þess að 28 ára karlmaður reyndi að ráða danska teiknarann Kurt Westergaard af dögum.

NORSKA dagblaðið Aftenposten birti í gær skopmyndir af Múhameð spámanni, meðal annars teikningu sem talið er að hafi orðið til þess að 28 ára karlmaður reyndi að ráða danska teiknarann Kurt Westergaard af dögum.

Aftenposten birti sex af tólf Múhameðs-teikningum sem ollu miklu uppnámi meðal múslíma þegar danska dagblaðið Jyllands-Posten birti þær fyrst árið 2005.

Norska blaðið birti teikningarnar með grein um tilraun múslíma til að myrða Kurt Westergaard á heimili hans 2. janúar. Hilde Haugsgjerd, ritstjóri Aftenposten , sagði að það væri „eðlilegt og réttlætanlegt að endurbirta listaverk sem líklegt er að hafi valdið ofbeldinu“.