Kría Brekkan Kristín Anna Valtýsdóttir var í múm.
Kría Brekkan Kristín Anna Valtýsdóttir var í múm. — Morgunblaðið/Golli
KRÍA Brekkan er listamannsnafn Kristínar Önnu Valtýsdóttur, sem er þekktust fyrir að hafa verið í múm ásamt systur sinni Gyðu.

KRÍA Brekkan er listamannsnafn Kristínar Önnu Valtýsdóttur, sem er þekktust fyrir að hafa verið í múm ásamt systur sinni Gyðu. Undanfarin ár hefur hún verið búsett í New York og stundar þar tónlistarsköpun, sem fer ansi lágt reyndar hér á landi elds og ísa. Neðanjarðarrottur um allan heim tilbiðja þó við altari söngkonunnar og nú á mánudaginn kemur út þriggja laga sjötomma, Uterus Water . Áður hafa komið út sjötomma, Wildering (2007) og Apotropaíosong Armor (geisladiskur, 2008).

Þess má að lokum geta að eiginmaður Kristínar er Avey Tare, liðsmaður Animal Collective, en sú sveit þótti eiga plötu ársins á síðasta ári, og kepptust allar helstu dægurtónlistarbiblíunnar um að mæra hana. Kristín og Avey hafa þá gefið út eina plötu saman, kallast hún Pullhair Rubeye , og kom út 2006. Það er Paw Tracks, útgáfa Animal Collective, sem gefur út plötu Kríu.