Álfheiður Ingadóttir
Álfheiður Ingadóttir
Komugjöld í heilsugæslunni breytast ekki, komugjöld barna á slysa- og bráðadeildir falla niður og gjald vegna vitjana lækna til barna fellur niður frá áramótum. Þetta kemur fram í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu.

Komugjöld í heilsugæslunni breytast ekki, komugjöld barna á slysa- og bráðadeildir falla niður og gjald vegna vitjana lækna til barna fellur niður frá áramótum. Þetta kemur fram í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu.

Hámarksgreiðslur fyrir hverja aðgerð, eða skoðun, og þak vegna afsláttarkorts hækkar lítillega, eða um 400 til 2000 krónur miðað við útgjöld á einu ári. Þetta eru megindrættir reglugerðarinnar, sem heilbrigðisráðherra hefur gefið út og tók gildi um áramótin.

Breytingarnar fela í sér að vilji heilbrigðisráðherra stendur til þess að tryggja jafnt aðgengi að heilsugæslunni með því að halda óbreyttum komugjöldum þar, en auk þess hafði ráðherra almennt að leiðarljósi að auka ekki útgjöld barnafjölskyldna vegna heilbrigðisþjónustu, að lágmarka útgjaldaauka elli- og örorkulífeyrisþega og að stilla almennri hækkun komugjalda mjög í hóf þótt almennar verðbreytingar hafi í raun kallað á meiri hækkun gjalda, enda verðbólguhækkunin um 8% frá því gjöldum var síðast breytt. Reiknað er með að breytingarnar skili 150 milljón króna tekjuauka fyrir ríkissjóð.