— Morgunblaðið/Golli
NÝLEGA tilkynnti Reykjavíkurborg að ekki yrði safnað gömlum jólatrjám í borginni á þeirra vegum þetta árið. Gámaþjónustan hf. og Skógræktarfélag Reykjavíkur ætla því að taka höndum saman um söfnun jólatrjáa á Reykjarvíkursvæðinu.
NÝLEGA tilkynnti Reykjavíkurborg að ekki yrði safnað gömlum jólatrjám í borginni á þeirra vegum þetta árið. Gámaþjónustan hf. og Skógræktarfélag Reykjavíkur ætla því að taka höndum saman um söfnun jólatrjáa á Reykjarvíkursvæðinu. Trén verða sótt heim til þeirra sem þess óska fyrir 800 krónur. Fyrir hvert tré sem safnað verður, mun Skógræktarfélagið gróðursetja nýtt tré í Heiðmörkinni. Pöntun um hirðingu þarf að eiga sér stað fyrir 10. janúar nk. á www.gamar.is.