THOMAS Scheler er virtur óperusöngvari, en engu að síður á hann því að venjast um þessar mundir að honum mæti kröftugt baul í sýningarlok í Komische Oper í Berlín. Ástæðan er einföld.

THOMAS Scheler er virtur óperusöngvari, en engu að síður á hann því að venjast um þessar mundir að honum mæti kröftugt baul í sýningarlok í Komische Oper í Berlín. Ástæðan er einföld. Hann syngur hlutverk illmennis í barnaóperunni Rauða Zora og þegar meðalaldur áhorfenda er tíu ára gildir einu um frammistöðu söngvarans.

Áhorfendur óperuhúsanna eldast og þau bregðast nú við með því að reyna að höfða til yngra fólks. Um helmingur óperuhúsa í þýskumælandi löndum sýnir nú óperur fyrir börn og unglinga að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Der Spiegel. Í München er Galdrakarlinn í Oz á dagskrá og í Stuttgart er verið að sýna Ævintýri Gosa. Meira að segja óperum Wagners er þjappað saman fyrir börn. kbl@mbl.is