UMFERÐIN á hringveginum var 2,2 prósentum meiri á árinu 2009 en árinu 2008. Þetta sýna mælingar á 16 völdum talningastöðum. Umferðin var hinsvegar minni en hún var metárið 2007 þótt ekki muni miklu.

UMFERÐIN á hringveginum var 2,2 prósentum meiri á árinu 2009 en árinu 2008. Þetta sýna mælingar á 16 völdum talningastöðum. Umferðin var hinsvegar minni en hún var metárið 2007 þótt ekki muni miklu.

Í kjölfar mikilla hækkana á eldsneyti á árinu 2008 varð umtalsverður samdráttur á bílaumferð á hringveginum. Eldsneytisverð hefur áfram haldist hátt en það virðist þó ekki draga úr ferðagleði landsmanna. Að mati sérfróða er helsta skýringin sú að utanlandsferðir hafa dregist stórlega saman og Íslendingar ferðast meira innanlands en áður.

Umferðin í nýliðnum desember var um 5% meiri en í sama mánuði árið 2008. Árið einkennist þó af mikilli umferð yfir sumarmánuðina og var hún þá töluvert meiri en metárið, að því er fram kemur í yfirliti Vegagerðarinnar.

Akstur eykst á öllum landsvæðum utan höfuðborgarsvæðis, en þar dróst umferðin saman um 1%. Mest eykst aksturinn á Austurlandi eða um rúm 10% Vekur það athygli því sambærilegur samdráttur varð á síðasta ári. Á árinu 2009 virðast Suðurland, Norðurland og Austurland hafa endurheimt samdrátt í akstri milli áranna 2007 og 2008. Vesturland á nokkuð í land með að endurheimta þann samdrátt sem varð milli sömu ára. sisi@mbl.is