2012 Kínverjar flykktust á hamfaramyndina í fyrra.
2012 Kínverjar flykktust á hamfaramyndina í fyrra.
TEKJUR af miðasölu í kínverskum kvikmyndahúsum jukust um heil 44% í fyrra, miðað við árið á undan, að því er fram kemur í frétt á vefnum Screen Daily. Þær náum í fyrra 910 milljónum dollara.

TEKJUR af miðasölu í kínverskum kvikmyndahúsum jukust um heil 44% í fyrra, miðað við árið á undan, að því er fram kemur í frétt á vefnum Screen Daily. Þær náum í fyrra 910 milljónum dollara. Allt frá árinu 2003 hafa slíkar tekjur aukist milli ára um tugi prósenta, að meðaltali um 30% á ári.

Fokdýrar myndir frá Hollywood á borð við 2012 og Transformers: Revenge Of The Fallen löðuðu Kínverja að á liðnu ári og er 2012 sú mynd sem mestu halaði inn.

Fyrirtæki sem standa í kvikmyndahúsarekstri í Kína telja þennan vöxt stafa af fjölgun bíóhúsa og þá einkum bíóhúsa með fjölda sala í verslanamiðstöðvum. Þá sækir ungt fólk bíó í auknum mæli sem og miðstéttin.

Í árslok 2009 voru bíósalirnir 4.700 í Kína, þar af 750 með þrívíddarsýningum. Þá voru 456 kvikmyndir framleiddar í Kína, 56 myndum fleira en árið 2008.