BANDARÍSK hlutabréf lækkuðu í verði í gær, við þær fréttir að fleiri störf hefðu tapast vestan hafs í desember en búist hafði verið við.

BANDARÍSK hlutabréf lækkuðu í verði í gær, við þær fréttir að fleiri störf hefðu tapast vestan hafs í desember en búist hafði verið við. Hlutfall atvinnulausra er þó óbreytt í 10 prósentum, en vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti tölur sem sýndu að störfum í hagkerfinu hefði fækkað um 85.000 í síðasta mánuði. Samkvæmt könnun meðal greinenda höfðu þeir ekki búist við því að störfum fækkaði nokkuð í desember .

Við fréttirnar í gærmorgun lækkuðu S&P 500 og Dow Jones Industrial vísitölurnar báðar um 0,3%. Nasdaq -vísitalan lækkaði um 0,2%, samkvæmt frétt Financial Times. ivarpall@mbl.is