Í dag, laugardag, er skátafélagið Landnemar í Reykjavík 60 ára. Af því tilefni fer fram hátíðardagskrá í skátaheimili Landnema, Háuhlíð 9, og í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.

Í dag, laugardag, er skátafélagið Landnemar í Reykjavík 60 ára. Af því tilefni fer fram hátíðardagskrá í skátaheimili Landnema, Háuhlíð 9, og í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.

Um er að ræða fjörlega og myndræna samkomu um 200 ungmenna, sem munu fagna afmælishaldinu með söng, hrópum, víðavangsleikjum og heimatilbúnum skemmtiatriðum að hætti skáta.