„Þetta er sá harði veruleiki sem er að skella á okkur,“ segir Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, um þá staðreynd að Körfuknattleikssamband Íslands mun ekki senda lið til leiks í Evrópukeppnum næstu tvö ár í sparnaðarskyni.

„Þetta er sá harði veruleiki sem er að skella á okkur,“ segir Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, um þá staðreynd að Körfuknattleikssamband Íslands mun ekki senda lið til leiks í Evrópukeppnum næstu tvö ár í sparnaðarskyni. Hann segir sömu erfiðleikana við að etja hjá öllum sérsamböndum, þótt vissulega séu keppnisferðalögin dýrust í hópíþróttunum. „Það er verið að lækka fjárframlag til bæði íþróttahreyfingarinnar og afreksmanna,“ segir Ólafur.

Henning Henningsson, fráfarandi landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, sýnir ákvörðun KKÍ skilning. Þó sé ekki gott fyrir landsliðin að fá ekki tækifæri til að keppa meðal þeirra bestu. Íþróttir