Sænski handknattleiksþjálfarinn Magnus Andersson , sem þjálfar nú FCK í Kaupmannahöfn sem Arnór Atlason leikur með, stýrir ekki hinu nýja liði sem til verður í sumar þegar FCK og AG Håndbold ganga í eina sæng.

Sænski handknattleiksþjálfarinn Magnus Andersson , sem þjálfar nú FCK í Kaupmannahöfn sem Arnór Atlason leikur með, stýrir ekki hinu nýja liði sem til verður í sumar þegar FCK og AG Håndbold ganga í eina sæng. Jesper Nielsen , aðaleigandi hins nýja liðs, segist ætla að bjóða Andersson að vera aðstoðarþjálfari hjá Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi og starfa þar með landa sínum Ola Lindgren . Nielsen hefur veruleg ítök hjá þýska liðinu.

Andersson , sem er í vetrarleyfi með fjölskyldu sinni í Taílandi , sagði við danska fjölmiðla í gær að hann væri afar vonsvikinn yfir þeim breytingum sem fyrir dyrum stæðu hjá FCK . Andersson vildi ekkert segja um tilboð Nielsens um flutning til Þýskalands .

Áðurnefndur Nielsen fullyrti í samtali við danska fjölmiðla í gær að danski landsliðsmaðurinn í handknattleik Mikkel Hansen léki með nýja handknattleiksliðinu, AG København , á næstu leiktíð. Gengið hafi verið frá kaupum á Hansen frá Barcelona . Hansen hefur ekki náð sér á strik í þau tæpu tvö ár sem hann hefur dvalið hjá Katalóníuliðinu.

Handknattleikssamband Evrópu lagði fyrst í gær blessun sína yfir leikmannahóp Serba sem þeir ætla að tefla fram á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst eftir 10 daga. Serbar verða í riðli með Íslendingum og mætast þjóðirnar strax í fyrstu umferð. Af þeim 28 leikmönnum sem Serbar tilkynntu inn til mótsins samþykkti sambandið 27. Einn þeirra, Milan Torbica , fékk ekki leikheimild þar sem skammt er liðið síðan hann lék með landsliði Bosníu , en kappinn hefur tvöfalt ríkisfang, bæði serbneskt og bosnískt. Ekki er liðinn tilskilinn tími frá því Torbica lék með Bosníumönnum síðast til að hann geti orðið löglegur með Serbum.

H andknattleikssamband Evrópu samþykkti hins vegar eftir nokkra athugun að markvörðurinn Nebojsa Stojinovic mætti leika með Serbum á EM komi til þess að hann verður kallaður til leiks. Stojinovic leikur með Montpellier í Frakklandi og hefur um nokkurt skeið haft ríkisfang bæði í Frakklandi og í Serbíu þar sem hann fæddist. Vegna þess að Stojinovic hefur aldrei leikið með franska landsliðinu er hann gjaldgengur með landsliði Serba í EM í Austurríki .

Austurríska landsliðið í handknattleik undir stjórn Dags Sigurðssonar tapaði í gærkvöldi fyrir Króötum, 38:30, í æfingaleik.