Skíðakappinn Björgvin Björgvinsson verður þrítugur á mánudaginn. Hann er nú staddur í Ölpunum þar sem hann býr sig undir þrjú stórmót sem framundan eru í heimsbikarnum og Ólympíuleikana í Vancouver í næsta mánuði.
Skíðakappinn Björgvin Björgvinsson verður þrítugur á mánudaginn. Hann er nú staddur í Ölpunum þar sem hann býr sig undir þrjú stórmót sem framundan eru í heimsbikarnum og Ólympíuleikana í Vancouver í næsta mánuði. Björgvin sagði við Morgunblaðið að í þau fjórtán ár sem hann og kærastan hans hefðu verið saman hefði hann aldrei náð að halda upp á afmælisdaginn með henni. „Ég er alltaf einhvers staðar við æfingar eða keppni á þessum tíma,“ sagði Björgvin.