[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skransölur í Perlunni. Perlan á Öskjuhlíðinni er ein fallegasta byggingin í Reykjavík og bezt nýtur hún sín núna í blá skammdeginu, fallega upplýst og minnir á nýlent geimskip.

Skransölur í Perlunni.

Perlan á Öskjuhlíðinni er ein fallegasta byggingin í Reykjavík og bezt nýtur hún sín núna í blá skammdeginu, fallega upplýst og minnir á nýlent geimskip.

Mikið var rifizt út af byggingarkostnaði hennar, sem fór langt fram úr áætlun og Alfreð gerði „heiðarlega“ tilraun til að selja þessa perlu okkar hæstbjóðanda, en sem betur fór fannst enginn kaupandi.

Við nokkrir perluvinir förum gjarnan í súpu í Perluna. Þar er vel tekið á móti okkur og súpan seld á sanngjörnu verði og ekki skemmir útsýnið fallega.

Eitt viljum við þó gagnrýna. Stjórnendur Perlunnar hafa falli í þá freistni að leyfa skransölur á gólfi byggingarinnar. Nokkrum sinnum á ári eru auglýstar slíkar sölur með bægslagangi.

Þar ægir öllu saman, hljómdiskar, fatatuskur, ljótir skór og fleira ósjálegt, sem ofneyzluþjóðfélagið er orðið leitt á. Okkur vinunum kemur saman um, að þessar skransölur setji ljótan svip á þessa fallegu byggingu og eru henni ósamboðnar. Árviss bókamarkaður er hins vegar Perlunni samboðinn enda menningarviðburður.

Vonandi finnur hússtjórn Perlunnar aðra og smekklegri leið til að tryggja rekstur þessa augnayndis.

Perluvinur.

Þekkir einhver kirkjuna?

Meðfylgjandi mynd sýnir kirkju og kirkjugesti, en myndin hefur líklega verið tekin upp úr aldamótunum 1900.

Ef einhver kannast við þessa kirkju er sá hinn sami vinsamlega beðinn að hafa samband við Jón í síma 551-2228.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12
velvakandi@mbl.is